18.03.1932
Efri deild: 32. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1147 í B-deild Alþingistíðinda. (760)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Dómsmrh. (Jónas Jónason) [óyfirl.]:

Hv. þm., sem er bankaeftirlitsmaður, ætti að muna eftir því, að ríkinu kemur dálítið við töp bankanna, töp Íslandsbanka, töp útvegsbankans og jafnvel Landsbankans. Hv. þm. ætti að vita, að öll þessi töp eru í rauninni komin á herðar almennings eins og ríkisskuldir. Hv. þm. ætti að vita, hvernig Útvegsbankinn fór, hvaða þjóðaránægja hefir af honum orðið. Hann ætti einnig að muna eftir þeim skugga, sem Íslandsbanki lagði yfir þjóðina.