18.03.1932
Efri deild: 32. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (761)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Jón Þorláksson:

Þessi seinustu ummæli hæstv. dómsmrh. í sambandi við réttmæti ábendinga hv. 1. þm. Reykv. um það, að forusta framsóknarmanna sé í því fólgin að veita stórtöpunum beint yfir á ríkissjóð, minna mann á það, að eftir að Framsóknarfl. er búinn að vera við völd nokkurn tíma, er hann búinn að veita þeim töpum, sem orðið hafa á allskonar síldarbraski, beint yfir á ríkissj., auk þess, að ríkið er nú reyrt í hverskonar ábyrgðum. Framsóknarfl. er búinn að reyna allar hugsanlegar leiðir til þess að vinna ríkissjóði tjón.