18.03.1932
Efri deild: 32. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Jón Þorláksson:

Hæstv. dómsmrh. gleymdi bæði upphafinu og endinum á upptalningu sinni á mönnum, sem eytt hefðu almannafé í stórum stíl. Sjálfan sig átti hann að telja þar fyrstan, því að enginn hefir verið eins mikilvirkur í því að sólunda almannafé og einmitt hann sjálfur. Sjálfan sig átti hann einnig að telja síðastan, því að hann hefir haldið þessari iðju áfram, eftir að þeir, sem hann taldi upp áðan, eru hættir slíku.