13.04.1932
Neðri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í B-deild Alþingistíðinda. (807)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég er ósammala hv. frsm. um, að það sé aðeins framkvæmdaratr., hvort krafðar séu aftur þessar 2 kr., sem greiddar voru í sumar. Það er miklu meira en framkvæmdaratriði. Ég álít, að þetta sé svo mikið atr., að ef ekki liggur fyrir þinginu áður en lögin verða afgreidd skýlaus yfirlýsing frá skilanefndinni, hvað hún hugsar sér að gera, þá sá sjálfsagt að taka þetta upp í frv. sjálft, því þetta hefir mikla fjárhagslega þýðingu. Ég álít því eðlilegast að fresta umr. þar til yfirlýsing er fengin frá skilanefndinni, svo n., sem hefir frv. til meðferðar, geti ráðið við sig, hvort ástæða er til þess að setja ákvæði um þetta inn í frv. Það má náttúrlega segja, að hægt sér að gera það við 3. umr., en þar sem um svo mikilvægt mál er að ræða, er bezt, að það sé gert við 2. umr.

Sumir hv. þm. vilja saka skilanefndina um einkennilega bókfærslu, þar sem aðeins eru tilgreindar úttektir, en ekki innlegg. Ég held, að það sé ekki rétt, að saka skilanefndina um þetta. Meðan ekki er neitt verð ákveðið á síldinni, á skilanefndin ekki hægt með að færa mönnum síldina til tekna. En náttúrlega má færa á reikning innlagða síld svo og svo mikla. En ég álit sjálfsagt, ef ekki fæst skýlaus yfirlýsing frá einkasölunni um það, að hún ætli ekki að krefja aftur þessar 2 kr. af sjómönnum og útgerðarmönnum vegna skipta búsins, að taka ákvæði upp í frv., sem hita að þessu.