14.05.1932
Neðri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1238 í B-deild Alþingistíðinda. (835)

14. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Það er að vísu ekki þörf á að halda langa ræðu um þetta frv., en þó þykir mér rétt að fara um það nokkrum orðum. Landbn. hefir ekki að þessu sinni gert við það neinar brtt., en leggur til, að það verði samþ. óbreytt eins og það kom frá hv. Ed.

Þetta frv. hefir ákvæði lík því, sem voru í gömlu l. frá 1915, þau, að ekki megi flytja út hross að vetrarlagi. En þó er gert ráð fyrir því í 2. gr. frv., að flytja megi út hross 4–10 vetra á tímabilinu frá 1. marz til 1. júní. Er það ákvæði linun frá því, sem var í 1. frá 1915. Aftur á móti er hert á ákvæðunum um, að ekki megi flytja út hross tveggja vetra. f breyt. frá 1930, sem gerð var á l. um útflutning hrossa, er svo ákveðið, að flytja megi út 2 vetra hross, ef þau eru falleg og ekki lægri en 48 þuml. þessu ákvæði er nú kippt burt og aðeins heimilaður útflutningur á þeim, ef um sölu á einstökum hrossum er að ræða í sérstökum tilfellum. Það er við þetta atriði, sem n. ráðgerir, ef til vill, að koma fram með brtt. við 3. umr. og sem mundi þá lúta að því að færa þetta í sama horf og var í viðbótarl. frá 1930. En út í það mál skal ég ekki fara lengra nú, þar sem n. hefir enn ekki tekið fasta ákvörðun um þetta.

Það er því miður hætt við því, að þó að þessar breyt. séu gerðar á 1., þá verði þær ekki til þess, að landsmenn fái betri markað fyrir hross sín. Sá markaður virðist alltaf vera að þrengjast, og síðustu árin hefir mjög litið verið flutt út af hrossum. Sumir álíta, að möguleikar muni geta orðið um sölu reiðhrossa til Danmerkur. Má vera, að þær vonir rætist. Væri það líka mikilsvert fyrir okkur, ef aðrar þjóðir lærðu að meta hina lipru og knáu íslenzku reiðhesta, sem nóg er til af og alltaf er hægt að ala upp. — ég hefi svo ekki fleira að segja. Ég get endurtekið, að n. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt við þessa umr.