17.05.1932
Neðri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í B-deild Alþingistíðinda. (839)

14. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Ég gat þess við 2. umr. þessa máls, að landbn. væri ekki vel ánægð með takmörkun þá, sem er í 1. gr. frv. að því er snertir aldur útflutningshrossa. Gr. hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Á erlendan markað má ekki flytja eldri hross en 10 vetra og ekki yngri hross en 3 vetra. Atvmrh. getur þó leyft útflutning á einstökum hrossum, sem eru eldri en 10 vetra eða yngri en 3 vetra, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, sem mæla með því“.

Eftir orðanna hljóðan má skilja þetta svo, að atvmrh. megi ekki veita undanþágu frá þessu aldurstakmarki útflutningshrossa nema fyrir einstök hross, eitt, tvo, þrjú í einu, eða svo. N. hafði því gert ráð fyrir að flytja brtt. við þetta ákvæði við 3. umr. En hæstv. atvmrh. lét það í ljós, út af fyrirspurn frá hv. þm. Borgf., að hann mundi geta veitt undanþágu frá aldurstakmarkinu fyrir stærri hópa, þó að orðalagi gr. væri ekki breytt. þess vegna sér n. ekki ástæðu til þess að flytja brtt., en vill láta þess getið, að það er hennar vilji, að hæstv. atvmrh. noti undanþáguheimildina á þann veg, sem hann talaði um í ræðu sinni. Hún telur mjög æskilegt, að hæstv. stjórn sæi sér fært að veita undanþágu um að flytja út eldri og þó einkum yngri hross en til er tekið í gr., ef færi gæfist með sölu, og þótt um nokkurn hop væri að ræða.

Býst ég líka við að eins og nú standa sakir, muni hæstv. atvmrh. gera allt, sem í hans valdi stendur, til þess að gera hverja þá voru seljanlega, sem unnt er að selja til útlanda. — Sé ég svo ekki ástæðu til þess að tala um þetta frekar, en legg til fyrir hönd n., að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.