29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1253 í B-deild Alþingistíðinda. (855)

17. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Jón Þorláksson:

Ég kann illa við það, að þegar beint er fyrirspurn til hæstv. stj. viðvíkjandi ákveðnu málsatriði, þá skuli ekki einu sinni gerð tilraun til að svara þeirri fyrirspurn, nema með skætingi. Nú hefir hæstv. dómsmrh. enga ástæðu til að fara í illindi við mig út af þessu máli fyrr eða síðar. Ég ætla því enn að hætta á að gera tilraun um það, hvort hægt er að fá svar við spurningu, sem fram að síðustu tímum hefir ávallt verið hægt að fá svarað úr ráðherrastóli. Ég vil því spyrja, viðvíkjandi umr. þeim, sem orðið hafa um 3. gr. frv., um það, hvort hæstv. dómsmrh. hugsi sér eða telji stj. heimilt að nota ákvæði 3. gr. sem sjálfstæða heimild til að reisa hús fyrir heimavistir handa kennaraefnum á háskólalóðinni án þess að ný ákvæði eða fjárveiting komi til.