30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1286 í B-deild Alþingistíðinda. (884)

17. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Dómsmrh. (Jónas Jónsson) [óyfirl.]:

Á frv. þessu hefir orðið lítilsháttar breyt. í hv. Nd., sem mér fannst ástæða til þess að mæla heldur með, vegna breyttra kringumstæðna.

Í niðurlagi frv. var áður gert ráð fyrir, að Rvíkurbær skyldi láta háaskólann og stúdentagarðinn hafa vatn úr hitaveitu sinni. Í Nd. var þessu breytt þannig, að það á að vera samningsatriði, hvort þessar stofnanir fá heitt vatn frá bænum eða ekki. Ég álit, að eins og málinu er nú háttað, sé rétt að gera þessa breyt. Það var að vísu æskilegt fyrir þremur árum, frá sjónarmiði þm., sem fyrst og fremst verða að hugsa um hag þjóðarinnar í heild, að hafa ákvæði um það í lögum, að Rvík skuli láta háskólann hafa heitt vatn, en nú horfir málið dálítið öðruvísi við. Það hefir sýnt sig, að landsspítalanum, sem settur var í samband við hitaveitu bæjarins, verður heita vatnið svo dýrt, að það er ekki alveg vist, hvort þarf borgar sig fyrir hann að nota það til lengdar. Ástæðan til þess, að vatnið þarf að vera svona dýrt, er sú, að lagt hefir verið í kostnaðarsamar boranir til þess að auka vatnið, og leiðslurnar og umbúnaður allur hefir orðið dýr. Auk þess býst ég við, að það verði þægilegra gagnvart aðalatriði málsins, nefnil. lóðarsamningunum við Rvík, að ákvæði frv. um heita vatnið séu höfð í því formi, sem þau eru nú í. Ég óska því, að hv. d. samþ. frv. engu síður fyrir þessa breyt., sem á því hefir orðið.