04.04.1932
Neðri deild: 42. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (907)

21. mál, geðveikrahæli

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég álít það aðalástæðuna fyrir þessu frv. að tryggja það, að samræma gjöldin á báðum spítölunum. Eins og hv. þm. Ísaf. sagði, þá þarf að greiða miklu hærra gjald fyrir sjúklinga, sem eru á Nýja-Kleppi, heldur en þá sjúklinga, sem eru á hinum spítalanum, en núv. lög standa í vegi fyrir, að þetta verði lagfært.

Mér virðist vitanlega sjálfsagt að setja ákveðar reglur fyrir báða spítalana og samræma þetta, en hvort það er gert með sérstökum lögum eða á annan hátt, skiptir ekki miklu máli.