04.03.1932
Neðri deild: 20. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Fors:

og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson): Frv. þetta leiðir af samkomulagi, sem varð hér á þingi í fyrra, að fela Fiskifélagi Íslands að sjá um birtingu útvarpaðra veðurfregna. Frv. er samið af Fiskifélaginu í sambandi við atvmrn. Það hefir legið fyrir sjúutvn. hv. Ed., og hefir hún lagt til, að það yrði samþ. óbreytt. Ég tel samt rétt, að það fái að ganga til sjútvn. Þessarar hv. d., og geri það að till. minni.