19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (939)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Sjútvn. hefir haft mál þetta til meðferðar og orðið ásátt um að mæla með afgreiðslu þess. Samt sem áður kom hún sér saman um nokkrar brtt. við frv., sem eru meira forms- en efnisbreytingar.

Fyrsta aðalbreyt., sem n. kemur með, er að ákveða, að veðurfregnum skuli útvarpað í gegnum útvarpsstöðina. Það hefir komið fram, eins og kunnugt er, að það heyrist verr, sem útvarpað er í gegnum loftskeytastöðina, og hefir því upp á siðkastið verið útvarpað frá útvarpsstöðinni. N. fannst rétt að slá þessu föstu og hefir því borið fram brtt. Þess efnis, að á undan 1. gr. komi ný gr., þar sem þetta sé ákveðið. Hinsvegar sá hún sér ekki fært að gera þetta að undantekningarlausri skyldu, vegna þess að of kostnaðarsamt þykir að setja vélar útvarpsstöðvarinnar á stað að næturlagi, eftir að þær hafa verið stöðvaðar, og sömuleiðis að þurfa að halda sérstaka vökumenn vegna þessara hluta. Höfum ver því sett í gr. heimild um, að næturskeyti megi senda í gegnum loftskeytastöðina á Melunum, a. m. k. fyrst um sinn.

Þá hefir n. komið fram með brtt. við 1. gr., sem mi verður 2. gr. Aðalbreyt. er að fella úr gr. Það ákvæði, að í birtingu útvarpaðra veðurfregna skuli sérstaklega ráða þó, hvort sjósókn sé þar sérstaklega hættuleg. N. fannst nægilegt, að jafnákveðinn meiri hl. og frv. krefst kæmi sér saman um, að veðurfregnirnar skyldu birtar opinberlega. Hún álítur, að meiri hl. verði að ráða á hverjum stað. En vitanlega kemur þetta að einhverju leyti undir því, hvort sjósókn er talin hættuleg eða ekki. Það verða þeir að leggja dóm á sjálfir. En n. álítur ekki vert að taka neitt sérstakt fram um þetta í lögum.

Í 3. brtt., við 3. gr., er ákveðið, að gr. falli burt. 3. gr. er eins og kunnugt er þannig:

„Sá, sem tekur að sér birtingu veðurfregna, eigi móttökutæki sitt sjálfur og kosti og annist viðhald þess, enda hafi það þann styrkleika, sem hreppsnefnd eða bæjarstjórn gerir kröfu til“.

N. fannst óþarfi að taka nokkuð fram um þessi atriði, því að vitanlegt er það, að þegar einhver maður er ráðinn til þess að birta þessar fregnir, þá verður hann að hafa tæki, sem getur tekið á móti skeytunum, en n. finnst ekki rétt að fara að lögfesta það, að maðurinn þurfi endilega að eiga tækið sjálfur, því að vel getur hugsazt, að það verði að samkomulagi, að héraðið leggi manninum til tæki og að hann taki að sér án annars endurgjalds að birta veðurfregnirnar. Þetta á að vera samningsatriði, og er ástæðulaust að taka nokkuð fram um það í lögunum.

Þá leggur n. að lokum til, að 4. gr. falli burt, en hún ákveður, að greiða megi fyrir birtingu veðurfregna 50 kr. á ári til þess manns, sem annast birtingu þeirra.

N. áleit, að þær verstöðvar eða hreppsfélög, sem á annað borð kæmu sér saman um að láta birta veðurfregnirnar, gætu sjálf annazt þessa greiðslu, sem er lítil. Leggur n. því til, að gr., sem um þetta fjallar, verði felld burt. En í niðurlagi 2. gr., sem samkv. till. n. yrði 3. gr., komi ákvæði um, að kostnaðinn af þessu skuli bæjar- eða sveitarstjórnir sjálfar greiða.

N. leggur til, að fyrirsögn frv. verði: Frv. til l. um útvarp og birtingu veðurfregna.