19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1312 í B-deild Alþingistíðinda. (941)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það var rétt hjá hv. þm. Borgf., að sú breyt. var gerð á síðasta þingi um útsendingu veðurfregna, að hætt var að senda þær um landssímann, en Fiskifélagi Íslands var aftur veittur styrkur til þess að láta birta í veiðistöðvum landsins þær veðurfregnir, sem útvarpað er frá útvarpsstöðinni hér. Í sambandi við þetta var það, að Fiskifélagið samdi frv. það, er hér liggur fyrir og samþ. hefir verið í hv. Ed. nú hefir sjútvn. þessarar hv. d. borið fram allverulegar brtt. við það. Ég vil því spyrja hv. form. n., hvort brtt. þessar séu bornar fram í samráði við Fiskifélagið; því að ég hefði helzt óskað, að ráð þess hefðu verið höfð í þessu, því að það hefir verið ráðunautur stj. um þessi mál og við það var samkomulagið gert í fyrra. Þetta vænti ég, að hv. frsm. upplýsi, því að sé svo, að ekki hafi verið leitað umsagnar þess um brtt., þá mun ég bera fram þá ósk, að frv. sé tekið út af dagskrá nú.