07.05.1932
Neðri deild: 69. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1318 í B-deild Alþingistíðinda. (959)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Þessi brtt., sem sjútvn. ber fram, er í samræmi við till. sjútvn. Nd., er hún bar fram, þegar málið var þar til umr. Var samþ. þá, að greiða skyldi úr bæjar- og sveitarsjóðum kostnaðinn við birtingu veðurfregna.

Nú er það skoðun sjútvn., að þar sem ekki er um stærri upphæð að ræða en hér, þá sé óþarft að leggja þessar byrðar á ríkissjóð, og telur hún því sjálfsagt, að sveitar- og bæjarstjórnir birti þessar veðurfregnir.