21.04.1933
Efri deild: 52. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 979 í B-deild Alþingistíðinda. (1025)

23. mál, breyt. á vegalögum

Magnús Torfason:

Að ég ekki bar fram neina brtt. við frv., var af þegnskap við ríkissjóð. Ég hafði lítið svo á, að heppilegast væri að játa þetta frv. fara út úr d. eins og það liggur fyrir, a. m. k. með sem minnstum breyt. Þetta hefir ekki orðið, og lítur þvert á móti út fyrir, að margar brtt. verði felldar inn í frv. Hafa sumar þessar brtt. minni rétt á sér en margir vegir í mínu kjördæmi, svo fremi sem það er rétt, að við ákvörðun þjóðvega eigi að fara eftir því, hvað vegirnir eru fjölfarnir og hversu margir hafa þeirra not, og að hinu leytinu eftir því, hvernig umferðar er. Frá þessu sjónarmiði eru a. m. k. 2 vegir í Árnessýslu, sem hafa meiri rétt á að komist inn í frv. en nokkur af þeim vegum, sem hér liggja nú fyrir till. um. Ég mun þó ekki flytja brtt. nema um einn veg að þessu sinni, ásamt hv. 5. landsk., og þar sem nú er ekki annars kostur en að flytja hana skriflega, skal ég leyfa mér að gera það. Till. er svo hljóðandi:

„Við 1. gr. A. 2. Nýr liður: Gaulverjavegur: Frá vegamótum Flóavegar að Gaulverjabæ“.

Skal ég svo leyfa mér að afhenda hæstv. forseta þessa till.