20.05.1933
Neðri deild: 79. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (1114)

16. mál, varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands

Jóhann Jósefsson:

Það voru leidd rök að því í Ed., að hér er ekki um neitt ósamræmi að ræða. Rvík og Vestmannaeyjar eru þeir staðir, sem langsamlega flest skip hafa viðkomur á. Hafnarfjörður er t. d. ekki hálfdrættingur á við Vestmannaeyjar. Ég ætla, að ég sé eins kunnugur skipakomum og hv. þm. Ísaf., þótt ég sé ekki læknislærður.

Út af þeim ummælum hæstv. dómssmrh., að aðeins einn læknir tapaði verulega við þessa lagasetningu, vil ég lesa skeyti, sem allshn. hefir borizt frá héraðslækninum í Vestmannaeyjum:

„Vegna frv. til 1. um varnir gegn því, að næmir sjúkdómar berist til landsins, sem afnemur fastar sóttvarnarferðir héraðslækna, óskast aðstaða mín og tekjurýrnun athuguð af nefndinni. Tekjur síðasta ár tæpar 5 þús. kr. fyrir utan praksis, sum árin meira, sum minna síðan mér var veitt embættið.

Héraðslæknir“. Í samtali við skrifstofu Alþingis upplýsti héraðslæknirinn, að skipatekjur sínar næmu 5000 kr. árlega. Enda veit ég, að það er almennt álit manna í Eyjum, að héraðslæknirinn hafi mikinn hluta af tekjum sínum fyrir læknisskoðun á skipum. Ef þetta er ekki veruleg tekjuskerðing, hljóta tekjur lækna yfirleitt að vera hærri en ég hefi ætlað. Ég ætla, að hæstv. dómsmrh. hafi ekki verið þessir málavextir kunnir, er hann flutti ræðu sína áðan.