06.05.1933
Efri deild: 65. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (1137)

14. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Pétur Magnússon):

Ég skal aðeins skýra frá því, að allshn., sem hefir haft þetta frv. til athugunar, hefir fengið fullkomin skilríki fyrir því frá þeim manni, sem hér um ræðir, að hann fullnægir þeim skilyrðum, sem venja er að krefjast til þess að hljóta ríkisborgararétt. Hefir n. ekkert við það að athuga og getur fyrir sitt leyti lagt það til, að frv. verði samþ. á þann hátt, sem n. hefir orðað það um á þskj. 543.