17.05.1933
Neðri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1066 í B-deild Alþingistíðinda. (1144)

14. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Allshn. hefir athugað frv. eins og það kom frá Ed. og breytt því nokkuð. Vantaði að geta um starf og heimilisfang þessara manna, sem hér um ræðir, en það er vanalega látið fylgja og þykir skýrara og gleggra. N. hefir fellt niður einn þeirra manna, sem Ed. hefir samþ. Hann er ekki búinn að vera hér á landi nema síðan 1930, og fannst n. ekki ástæða til að veita honum ríkisborgararétt fyrr en hann hefði dvalið hér a. m. k. 5 ár, enda hefir það ekki verið venjan. Núna í dag barst n. ný umsókn fyrir þann mann, sem getur um á þskj. 708. Knud Olav Jakobsen hefir verið hér á landi í 12 ár samfleytt, svo að ekki er ástæða til annars en að taka umsóknina til greina. Hv. 2. þm. Rang. vildi ekki samþ. suma þá, sem n. lagði til, að veittur yrði ríkisborgararéttur, og gerir hann að sjálfsögðu grein fyrir því.