17.05.1933
Neðri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1070 í B-deild Alþingistíðinda. (1151)

14. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Ég vil taka það fram, að enginn þessara umsækjenda, sem n. leggur til, að veittur verði ríkisborgararéttur, hefir dvalið hér skemur en 5 ár. Ég hefi athugað það, með því að fara í gegnum allar skýrslur, er umsóknunum fylgdu, með þetta fyrir augum. Það er að vísu ein undantekning, sem er Brynjólfur Björnsson, sonur Andrésar heit. Björnssonar. Ég hefi nú ekki athugað, af hverju hann hefir tapað sínum réttindum hér, þar sem hann er fæddur af íslenzku foreldri. Er undarlegt, að hann skuli vera að sækja um þetta nú, nema því aðeins, að hann ætli sér að setjast hér að.