02.05.1933
Efri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2878 í B-deild Alþingistíðinda. (122)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Torfason:

Ég þóttist ekki hnífla hæstv. forseta. Ég sagði, að hann hefði haft góð og gild rök fyrir því, að frv. eru ekki komin fram. Ég var bara að benda hæstv. forseta á þetta til skilningsauka.

Að því er snertir stórlæti mitt, þá hélt ég, að það væri mál milli mín og héraðsmanna. En mér sýnist hæstv. forseti ekki vera minna stórlátur hér í deildinni heldur en ég heima í héraði, a. m. k. er hann mun heimaríkari.