21.02.1933
Efri deild: 6. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (1221)

12. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Í launalögunum frá 1919 er gert ráð fyrir því, að ráðh. ákveði skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta til 5 ára í senn. Þetta hefir þó ekki verið gert síðan lög þessi öðluðust gildi, heldur hefir fé þetta verið ákveðið árlega, og reynslan sýnir, að það hefir farið stöðugt hækkandi. Ástæðan til þess, að vikið hefir verið frá lögunum í þessu efni, mun hafa verið hið hvarflandi gengi krónunnar árin 1920 og 1921. Þeirri venju, sem á er komin í þessu, geri ég ráð fyrir, að erfitt verði að breyta, nema með lögum. Hinsvegar tel ég betra, bæði fyrir þessa embættismenn og stjórnina, að hér sé að föstu að ganga hið ákveðna árabil eins og upprunalega var tilgangurinn. Það vill brenna við, að þingið veitir til þessa lægri upphæð en stjórnin telur nægja, og þess vegna hefir mjög oft verið umframgreiðsla á þessum lið. Þetta er óheppilegt fyrirkomulag og miklu eðlilegra, að þetta sé fastákveðið.

Ég hefi ekki tekið með í frv. skrifstofufé tollstjóra, lögmanns og lögreglustjóra í Rvík, af því að þeir hafa hingað til fengið skrifstofuféð eftir reikningi.

Þegar þessi umr. er á enda, óska ég, að frv. verði vísað til hv. allshn.