02.05.1933
Neðri deild: 63. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2879 í B-deild Alþingistíðinda. (125)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Ég mun verða við þeim tilmælum hv. 2. þm. Reykv. að kynna mér frekar afgreiðslu mála í n. en ég þegar hefi gert. — Ég get sagt það viðvíkjandi form. stjskrn., að það, að hann hefir ekki kvatt n. saman, ætla ég, að orsakist af því, að hann hefir verið langa stund veikur og af þeim ástæðum ekki getað sinnt nefndarstörfum. Færði ég þetta og í tal við hann fyrir nokkru, og bjóst hann þá við, að hann gæti farið að sinna nefndarstörfum. En bati hans var ekki betri en það, að hann er nú við rúmið aftur. En eins og ég sagði, skal ég kynna mér betur, hvernig afgreiðsla mála í n. gengur, og láta þm. vita um það frekar síðar.