24.03.1933
Neðri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í D-deild Alþingistíðinda. (1333)

61. mál, útborgun á launum embættismanna

Halldór Stefánsson:

Vegna þess að frsm. n. er ekki við, skal ég leyfa mér að skýra stuttlega frá ástæðum fyrir till. n. Nefndin leitaði álits póstmálastjóra, ríkisféhirðis og ríkisstj. um till. þessa, og sérstaklega um það, hvort þetta mundi valda auknum kostnaði og aukinni fyrirhöfn. Bæði póstmálastjóri og ríkisféhirðir gerðu ráð fyrir, að það mundi valda nokkurri aukinni fyrirhöfn og einnig nokkrum kostnaði, sem færi þó nokkuð eftir því, hvort þessa greiðslumáta yrði almennt óskað.

Álit ríkisstj. var á þá leið, að hún lagði fremur á móti, að till. yrði samþ., sökum þess að hún leiddi af sér kostnað og fyrirhöfn.

Það er álit n., að takast megi að ná tilgangi flm. með þessari einföldu leið, sem bent er til í till. Það gæti ekki aukið kostnað eða fyrirhöfn á nokkurn hátt, en orðið til nokkurrar fyrirgreiðslu um að hefja launin og féð kæmizt á vöxtu þegar er það er fallið í gjalddaga. Það mun að vísu vera tíðkað að nokkru og er því engin gagngerð breyting á því, sem er. Má því skoða tillögu n. aðallega sem ábendingu til starfsmanna að nota þessa aðferð. Það fellur mjög vel saman, að hv. flm. till. getur fallizt á till. n., og vænti ég því, að ekki standi á samþ. hv. deildar.