29.03.1933
Neðri deild: 39. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (1345)

68. mál, innflutningsleyfi fyrir sauðfé

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Landbn. hefir athugað þáltill. og leggur til, að hún sé orðuð nokkuð öðruvísi, svo að ekki geti orkað tvímælis, að tilgangurinn sé að fá lögunum um innflutning sauðfjár breytt á þann hátt, að einstökum mönnum eða félögum verði leyfð stofnfjárrækt hinna erlendu kynja. Vér viljum því, að tillgr. verði orðuð upp, svo að þetta komi skýrt fram. Tveir nm., þeir þm. Borgf. og þm. Mýr., hafa skrifað undir nál. með fyrirvara, en eru annars samþykkir þessari breytingu. Ég mun ekki fara lengra inn á það mál, því að þessir hv. þm. munu sjálfsagt gera grein fyrir fyrirvaranum sjálfir, en þeir eru nú reyndar hvorugur viðstaddur nú.