22.03.1933
Neðri deild: 33. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í D-deild Alþingistíðinda. (1390)

69. mál, sæsímasambandið

Forseti (JörB):

Það er rétt, að í þeirri gr. þingskapa, sem hv. þm. Str. vitnaði til, er ákveðið, að viðhafa skuli eina eða tvær umr. um till. eftir uppástungu forseta. En ég get ekki séð á orðalagi þeirrar gr. eða neinu atriði í þingsköpum, að forseti geti ekki á síðara stigi málsins stungið upp á tveimur umr., þótt ein hafi verið ákveðin upphaflega. Sérstaklega þar sem breyt. hefir verið gerð í meðferð þingsins um efni till., sem heimtar það, að tvær umr. fari fram. Og þó að það hafi ekki upphaflega verið gert af minni hálfu að ákveða tvær umr., þá sé ég ekki, að það komi á neinn hátt í bága við ákvæði þingskapanna, að síðari umr. sé ákveðin nú, þar sem efni till. útheimtir þá meðferð, ef brtt. verður samþ.