22.03.1933
Neðri deild: 33. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í D-deild Alþingistíðinda. (1391)

69. mál, sæsímasambandið

Tryggvi Þórhallsson:

Ég beygi mig nú að sjálfsögðu yfirleitt fyrir ályktun hæstv. forseta. En eftir 29. gr. þingskapa er það ekki forseti, sem ákveður um þetta, heldur deildin. Með leyfi hæstv. forseta:

„Ályktar deildin eða þingið, eftir uppástungu forseta, hvort hún skuli rædd í einni eða tveimur umræðum“.

Deildin hefir ályktað áður, eftir uppástungu forseta, að hafa eina umr. Svo koma ennfremur ákvæði í 29. gr.:

„Ef ein umr. er ákveðin, skal henni og atkvgr. hagað eftir fyrirmælunum um 2. umr. lagafrumvarpa“.

Þetta hefir verið gert. Það hefir verið ákveðin ein umr., og þessari umr. hefir þess vegna verið hagað eftir fyrirmælum um 2. umr. lagafrv. Nú hefir hinsvegar komið fram till., sem felur í sér fjárveitingarheimild. En ég verð að líta svo á, að þegar ákveðin hefir verið ein umr. um málið og síðan komið fram brtt., sem felur í sér fjárveitingarheimild, þá sé sú heimild ekki fullnægjandi, eða að það

verði að koma fram sérstök till., sem feli í sér slíka heimild. Þessu vil ég vekja athygli á.