25.04.1933
Neðri deild: 57. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (1413)

165. mál, slysatryggingalög

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Mér sýnist ekki þörf á að ræða þetta mál lengi, því að stj. hefir ekkert á móti því að rannsaka, hvort kröfur þær, sem koma fram í till., séu réttmætar. Sama gildir um vatill. hv. þm. Ísaf. En þetta verður rannsókn, og ég vil ekki lofa fyrir hönd stj., að hún flytji frv. um þetta nákvæmlega eftir stefnu till. En hinu vil ég lofa, að það skal ekki verða ákveðið að falla frá þeim, fyrr en þeir, sem hlut eiga að máli, hafa haft tækifæri til að færa fram ástæður fyrir sínum kröfum.

Hv. 1. þm. N.-M. hefir líka látið í ljós, að hann sé ekki á móti því, að þetta sé rannsakað. Vænti ég þess því, að hann veiti aðstoð sína til þess að gera skjótan og sanngjarnlegan endi á þessu máli.

Vona ég, að hv. flm. telji þetta nægilegt svar frá hendi stjórnarinnar. (PO: Já, já).