08.05.1933
Efri deild: 66. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í D-deild Alþingistíðinda. (1453)

122. mál, kaup eða leigu á síldarbræðslustöð

Frsm. (Jakob Möller) [óyfirl.]:

Það er rétt, að ég gleymdi að spara þeirri fyrirspurn hv. 2. landsk., hvort sjútvn. hefði átt tal við stj. um þetta mál. Ég skal viðurkenna, að n. hefir ekki gert það. En ég skal geta þess, að mér er kunnugt um, að sá ráðh., sem mál þetta heyrir undir, verði till. samþ., er fús til að nota þessa heimild, ef hann telur kjör þau, sem um verður að ræða, sæmileg. En enn sem komið er vantar allar upplýsingar, svo ég hygg, að stj. geti ekki á þessu stigi málsins sagt neitt um það, hvort hún treystist til að kaupa stöðina eða ekki, en að sjálfsögðu verður bráðlega gerð gangskör að þessu og jafnframt leitað samkomulags um kaup eða leigu á stöðinni.

Viðvíkjandi því, sem hv. 2. landsk. sagði um brtt. þá, sem hann ætlar að bera fram við till. þessa, þá vil ég skjóta því til hans, hvort hann teldi ekki nægja, að breyt. þessi komi fram í Nd.; það tefði málið minna. Till. myndi að vísu verða að koma fyrir Sþ., en það ætti á engan hátt að verða henni til hindrunar.