24.03.1933
Neðri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í D-deild Alþingistíðinda. (1471)

9. mál, sláttu tveggja minnispeninga

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ríkisstj. hefir látið það eftir ósk Slysavarnafélagsins að bera fram till. til þál. um að láta slá tvo minnispeninga, annan úr gulli, en hinn úr silfri, sem veittir væru mönnum fyrir sérstök hreystiverk. Ég býst við, að hér á landi muni menn ekki leggja mikið upp úr orðum fyrir slík hreystiverk. En ef einhverja má verðlauna, þá eru það þeir, sem leggja líf sitt í hættu fyrir líf og eigur annara. Þessu fylgir náttúrlega nokkur aukinn kostnaður, og verður athugað í n., hvort fært þykir að leggja í hann að svo stöddu. En stj. hefir ekki viljað synja eindregnum óskum Slysavarnafélagsins um, að þessu máli yrði hrint í framkvæmd svo fljótt sem kostur er á. Legg ég til, að málinu verði vísað til allshn.umr. lokinni.