17.03.1933
Neðri deild: 28. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1299 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

60. mál, rekstrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Ég get að mestu leyti látið nægja að vísa til þess, sem hæstv. fjmrh. hefir sagt.

Til andsvars við því, sem hv. þm. V.-Húnv. hafði fram að bera, og við brtt. hans vil ég aðeins benda á það, að ég hefi þegar fyrirfram í fyrri ræðu minni og í nál. gert grein fyrir ástæðunni til þess, að n. gat fallizt á að láta heimildina vera í höndum stj., í staðinn fyrir að sækja þurfi í hvert sinn til þingsins til að fá þessa heimild. Það er eingöngu af hagkvæmnisástæðum, að á þetta er fallizt, af því að þörfin til rekstrarlána útgerðarinnar er þegar fallin á áður en þingið getur verið búið að samþykkja heimildina.

Að hinu leytinu hefir n. endurtekið varnaðarástæður þær, sem hún bar fram í fyrra. Er það gert bæði í nál. og einnig í fyrri ræðu minni.