18.05.1933
Neðri deild: 77. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2896 í B-deild Alþingistíðinda. (158)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Lárus Helgason:

Ég skal ekki verða langorður. Ég tel, að hæstv. ráðh. eigi þakkir skilið fyrir að gefa hv. 2. þm. Reykv. ekki upp nöfn þeirra manna, sem í varalögreglunni hafa verið, því það er vitanlegt, að það hefir verið reynt að hægja þeim frá atvinnu, og maður veit ekki, nema reynt verði að gera eitthvað meira á hluta þeirra. Ég álít því, að hæstv. ráðh. hafi gert rétt í þessu, og hann á þakklæti skilið fyrir.