30.03.1933
Efri deild: 38. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1325 í B-deild Alþingistíðinda. (1624)

89. mál, silfurberg

Jón Baldvinsson:

Ástæðan til þess, að allt er þrotið í silfurbergsnámunni, eða a. m. k. að hætt er að vinna þar, mun hafa verið sú, að á sínum tíma var einstökum mönnum veittur einkaréttur til að vinna í námunni. Þeir munu aðallega hafa haft fyrir augum að hafa sem mest tipp úr vinnslunni í svipinn; án þess að taka tillit til, hvernig unnið væri.

Þó að ég sé ekki nógu kunnugur til að geta sagt, hvort nokkuð er eftir af silfurbergi þarna, sem vinnandi sé, þá mun ég sýna með atkv. mínu, að ég vil ekki láta fella úr gildi l. frá 1922.