09.03.1933
Neðri deild: 19. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1341 í B-deild Alþingistíðinda. (1697)

44. mál, hjúkranarkvennalög

Pétur Ottesen [óyfirl.]:

Það er eins með þetta frv. og það næsta á undan á dagskránni (frv. um sjúkrasamlög), að ég áleit það þannig vaxið, að vert sé að taka það til nokkuð rækilegri athugunar heldur en gert hefir verið. Ég átti tal um það við hv. flm. Hafði ég frétt, að hann hefði í hyggju að bera fram brtt. við frv. Talaðist okkur þannig til, að við bærum ráð okkar saman um þær breyt, sem við teljum þörf á. En þar sem af því gat ekki orðið fyrir þessa umr., kom okkur saman um að fara fram á, að málið væri tekið út af dagskrá að þessu sinni. Á mínum till. skal ekki standa lengi. Mun ég bera þær undir hv. flm. og sjá, hvort við getum ekki brætt okkur saman. Vil ég því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá.