01.04.1933
Efri deild: 40. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (1711)

44. mál, hjúkranarkvennalög

Magnús Torfason:

N. hefir lagt til, að þetta frv. verði samþ. með dálítilli breyt. á 2. gr. Breyt. er í því fólgin að gera ákvæði greinarinnar ofurlítið rýmri en áður. Við gr. er bætt: „Ákvæði greinarinnar ná ekki til almennrar hjúkrunar og hjúkrunarstarfsemi á heimilum utan kaupstaða, hvort sem hún fer fram á vegum sveitarfélaga eða einstakra hjúkrunar- eða líknarfélaga í sveitum“. Þetta er aðalbreytingin, sem n. leggur til, að gerði verði á frv., og vænti ég, að hún fái góðar undirtektir.

Annars er hv. frsm. nú kominn hér í d., og vil ég því eftirláta honum að tala um málið fyrir hönd n.