23.03.1933
Neðri deild: 34. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1517 í B-deild Alþingistíðinda. (1798)

86. mál, samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég get fallizt á það að fresta umr. til morguns. Lengra loforð get ég ekki gefið, t. d. um að fresta málinu til mánudags, án viðtals við stj., enda er fyrir höndum sú töf, sem verður í Ed., því að enn er ekki nálægt því komið að afgreiðslu þingsins. En án nánara viðtals við stj. get ég sem sagt fallizt á að fresta málinu til morguns.