29.05.1933
Sameinað þing: 7. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2907 í B-deild Alþingistíðinda. (184)

Símanot þingmanna

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég vil leyfa mér að skjóta því til hæstv. forseta Sþ. að láta athuga um símakostnað þingmanna, sem er ákveðinn 150 kr. fyrir hvern þingmann, sem hann hefir frítt. Ég vil beina því til hæstv. forseta, hvort ekki sé réttara að taka upp þá reglu, að miða við viðtalsbílafjöldann, þannig að þeir, sem lengra eru í burtu, stæðu nokkuð jafnt að vígi við hina, sem styttra eru að, í þessu efni. — Ég hygg, að það mundi nægja, ef hæstv. forseti vildi taka þetta til athugunar.