12.04.1933
Efri deild: 49. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1668 í B-deild Alþingistíðinda. (1933)

86. mál, samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs

Jón Baldvinsson:

Herra forseti! Það var ekkert, sem ég óskaði eftir annað en það, að stj. vildi svara þessu, sem mér skilst vera alvarlegt mál og hafa mikla þýðingu í sambandi við atkvgr., og í rauninni má trúa því, að hv. 1. landsk. fari nokkuð nærri um hugarfar stj., af því að hann stendur henni mjög nærri, en með því að hann sagðist tala fyrir sig, hefði ég kunnað betur við, að ríkisstj. hefði sjálf getað svarað þessu. Ég skil ekki annað en hægt væri að fresta atkvgr. í Nd. í tvær mínútur eða svo, á meðan hæstv. ráðh. svarar okkur.