24.04.1933
Efri deild: 54. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1671 í B-deild Alþingistíðinda. (1945)

109. mál, stimpilgjald

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið frá Nd. og var þar flutt, að ég ætla, af hv. þm. Ak. Efni þess er að undanþiggja stimpilgjaldi útdrætti úr skiptabók og önnur skjöl, er sýna eignayfirfærslu fasteigna, er lagðar hafa verið út erfingjum sem arfur, eða maka upp í búshelming hans (lóðseðlar), enda sé eigi samhliða um sölu eða um söluafsal að ræða. Fjhn. hefir haft þetta frv. til meðferðar og athugunar og fallizt á, að rétt sé að láta það ganga fram. Þetta veldur ríkissjóði tiltölulega lítillar tekjurýrnunar, og virðist sanngjarnt, að ekki sé verið að taka stimpilgjald af þessum skjölum. Vænti ég, að hv. þd. lofi þessu litla frv. að ganga fram.