05.04.1933
Neðri deild: 45. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1703 í B-deild Alþingistíðinda. (2032)

138. mál, meðalalýsi

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég hafði ætlað að koma fram með brtt. við þetta frv., en varð of seinn. Hinsvegar vil ég ekki fara fram á að fresta umr. um málið, vegna þess að ég lít svo á, að nóg sé að koma með brtt. við 3. umr. Ég ætla ekki að bregða fæti fyrir frv., heldur eru aðeins nokkur atriði í því, sem ég vildi fá breytt. Mun ég bera mig saman milli umr. við hv. sjútvn. og hefi þess vegna ekkert á móti því, að frv. fari til 3. umr.