17.03.1933
Neðri deild: 27. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1713 í B-deild Alþingistíðinda. (2056)

107. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. (Magnús Jónsson):

Það er í raun og veru utan við þetta þingskapaatriði, sem hæstv. ráðh. minntist á, en ég vil þó benda á, að það væri eðlilegt, að ríkissjóður tæki eitthvert gjald fyrir þetta leyfi, ef hér væri t. d. um einkaleyfi fyrir einstaklinga að ræða. En þegar hér er um að ræða að afla ríkissjóði tekna til þess að koma fram þeirri skyldu, sem á honum hvílir, þá finnst mér mjög óeðlilega, að ríkissjóður taki af slíku gjald.