25.03.1933
Neðri deild: 36. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1725 í B-deild Alþingistíðinda. (2066)

107. mál, happdrætti fyrir Ísland

Jónas Þorbergsson:

Ég get ekki fallizt á það með hv. þm. V.-Húnv. og hv. flm., að till. mín sé óþörf. Verði hún samþ., lætur þingið þar með í ljós vilja sinn um það, hvernig þessum málum skuli hagað eftir að háskólinn hefir verið reistur. Ég vil benda á það, einmitt af því að svo langur tími er til stefnu, að þeim hv. þm., er nú sitja á þingi, er fært að láta í ljós vilja sinn nú, en alls óvíst, hvort þeir eiga þess kost eftir 10 ár.