02.05.1933
Efri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1754 í B-deild Alþingistíðinda. (2098)

107. mál, happdrætti fyrir Ísland

Jón Baldvinsson:

Það var svo mikið rætt um galla þessa frv. við fyrri hluta umr., að ég ætla ekki að fara inn á það. En það var upplýst af hv. 1. landsk., að frv. gengi eiginlega fram hjá þrennum 1. Ég hefi aðeins komið hér með till., sem ég gat um við umr. síðast, og vísa algerlega til þess, en ég hafði getið þess þá, að ég myndi taka aftur a-lið till. á þskj. 460 og láta hann eigi koma til atkv. vegna þess, að búast mætti við, að þetta yrði eins og áður, að félög hefðu heimild til að hafa innanfélagshappdrætti, ef utanfélagsmönnum væri ekki boðin þátttaka. Þessi missmíði frv. var bent á við fyrri hluta umr., og vonaðist ég til þess, að n. kæmi með umbætur á frv., en það hefir hún ekki gert. Ósamræmið milli 1. gr. og upphafs 2. gr., þar sem tiltekinn er sá tími, sem 1. gilda fyrir háskólann, er áberandi, því að í upphafi 2. gr. er þetta að því er virðist ótímabundið, bara þangað til komnir eru nægir peningar handa háskólanum. Réttast hefði verið að orða upphaf 2. gr. þannig: Þegar leyfistími er á enda, skal ríkissjóður taka happdrættið í sínar hendur o. s. frv. Meira samræmi yrði í frv., ef þetta yrði samþ. Ég var í lengstu lög að bíða með að láta þessa till. koma fram, því að ég vonaði, að n. myndi bera hana fram. Eina mótbáran gegn þessu kynni að vera sú, að eftir 10 ár væri háskólinn ekki búinn að fá nægilegt fé og þyrfti að fá leyfið áfram. En ekki þyrfti þá annað, en að veita það með sérstökum l. — Ein ástæðan til þess að ég óskaði eftir, að n. hefði gert lagfæringar á því, sem ég tel áfátt í formi frv., er sú, að þetta er samið af þeirri virðulegu stofnun háskólanum og það væri leiðinlegt að láta sjá í lagasafni landsins l., sem samin væru af háskólanum og svo illa gerð, að þau sköruðu fram úr í því efni og brytu í bága við önnur 1. Þykja þó ýms önnur l. fremur illa samin. Ég held ég verði því að leggja fram þessa brtt. um að orða upphaf 2. gr. eins og ég hefi nú lesið upp.