24.04.1933
Neðri deild: 56. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1762 í B-deild Alþingistíðinda. (2125)

160. mál, veð

Héðinn Valdimarsson:

Ég talaði við 2. umr. um brtt. þá, sem hér er fram komin, þess efnis, að undanskilið þessari breyt. sé verkakaup og opinber gjöld. Vona ég, að n. taki þetta til greina og sjái sér fært að fallast á, að verkakaup fái að ganga fyrir, og sömuleiðis opinber gjöld, því að engin ástæða er til þess að teygja rétt bankanna yfir á þau svæði.