26.04.1933
Neðri deild: 58. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1768 í B-deild Alþingistíðinda. (2146)

128. mál, eignarnámsheimild á landi við Skerjafjörð

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Ég skal taka það fram, að ég hefi staðið í þeirri meiningu, að þetta land, sem liggur hér rétt við bæinn, væri innan lögsagnarumdæmis Rvíkur. Ef svo er ekki, þá væri ef til vill rétt að athuga málið að nýju í n. og eftir atvikum leita umsagnar hlutaðeigandi hreppsfélags. Ég vil því, ef svo er í raun og veru, að landið sé ekki innan lögsagnarumdæmis Rvíkur, fara fram á það við hæstv. forseta, að málið verði tekið út af dagskrá.