26.04.1933
Neðri deild: 58. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1769 í B-deild Alþingistíðinda. (2149)

128. mál, eignarnámsheimild á landi við Skerjafjörð

Héðinn Valdimarsson:

Það er ákaflega lítið, sem ég hefi við ræðu hv. þm. G.-K. að athuga. En það er rétt að vekja athygli á því, að Rvík á jarðir utan síns lögsagnarumdæmis, sem ekki hefir verið farið fram á, að lagðar verði undir Rvík, eins og t. d. Gufunes. Þó að Rvík eignist þessa landspildu, er ekki þar með sagt, að hún verði lögð undir lögsagnarumdæmi Rvíkur.