24.04.1933
Efri deild: 54. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1773 í B-deild Alþingistíðinda. (2180)

106. mál, útsvör

Frsm. (Jónas Jónsson):

N. hefir orðið sammála um að mæla með þessu frv. með örlitlum orðabreyt., til þess að gera frv. gleggra. Ástæðan til þess, að frv. er komið fram, er sú, að orðið hefir meiningarmunur um, hvernig bæri að skilja þetta atriði í útsvarslögunum, og hefir því orðið til þess að koma af stað óþörfum kærum, sem ekki hafa orðið til nokkurs gagns.