22.04.1933
Neðri deild: 55. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (2237)

154. mál, áveitu á Flóann

Jörundur Brynjólfsson:

Mér þykir undarlega við bregða, er menn tala nú um það, að of mikið sé rekið eftir þessu máli. Ég ætla, að þeir, sem þetta segja, hafi ekki kynnt sér hvað langt er síðan þetta frv. kom fram. Það er nú til meðferðar í fyrri d., og ég vona, að svo sé nú orðið liðið á þingið, að ástæða sé að fara að hraða þeim málum úr fyrri d., sem fram eiga að ganga. Brtt. hafa að vísu komið nokkuð seint fram, en efni þeirra er svo náskylt efni frv., að hafi dm. kynnt sér frv., ætti ekki að taka langan tíma að kynna sér brtt. Aðalatriðið í brtt. n. er það, að meiri áherzla er lögð á greiðslu í peningum en gert var í frv. Gjaldið á hektara er fært upp um 20 aura og gert ráð fyrir lengri greiðslutíma en í frv. n.

Ég hefi horið fram brtt. um, að í stað 40 ára komi 30. Landbn. hefir látið í ljós, að hún gæti fallizt á þessa till. Ég vona því, að hv. þm. V.-Húnv. falli frá ósk sinni um, að málið verði nú tekið af dagskrá, þar sem komið er að helgi, og áliðið orðið á þingtímann. Viðvíkjandi því, að ég hafi sýnt óforsvaranlegt kapp í flutningi þessa máls, er því að svara, að mörg mál hafa gengið hraðara gegnum d. en þetta, og sem forseti þykist ég hafa tekið fullt tillit bæði til hv. landbn. og annara þm. (HJ: Ég óska, að málið verði tekið af dagskrá).