03.06.1933
Neðri deild: 94. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í D-deild Alþingistíðinda. (2313)

215. mál, atvinnumál

Flm. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Þessi till., sem nú er flutt sérstök, er hv. d. kunn áður. Efni hennar var flutt sem brtt. við þáltill. um sjávarútvegsmál, en var þá felld hér í deildinni. Ýmsir af þeim, sem greiddu atkv. móti henni, töldu sig vera hlynnta till., ef hún væri borin fram sem sérstök þál. Að öðru leyti er efni þessarar till. orðið þrautrætt hér í d., og vænti ég því, að hv. þdm. geti fylgt henni eins og hún liggur fyrir. Ég vil svo bæta því við, að ég vænti þess einnig, ef till. verður samþ., að hæstv. stj. fari eftir till. Alþfl. um skipun manna í væntanlega n.