02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í D-deild Alþingistíðinda. (2328)

208. mál, templaralóðin í Reykjavík

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Mér skildist hv. flm. leggja áðan áherzlu á, að forsetar teygðu sig langt til samkomulags við templara, til þess að fá þessa lóð handa Alþingi. En nú heyrist mér komið annað hljóð í strokkinn. Nú er það vegna þess, að templarar geta ekki notað sér þá lóð, sem er kvaðalaus. Það er þá ekki um hagsmuni annars aðilans að ræða, heldur beggja. Alþingi þarf að fá lóðina, templarar geta ekki notað hana. Ég sé því ekki annað en að það sé aðeins að gera þetta upp sanngjarnlega, og það án þess að neitt dekstur eða ofteygjur eigi sér stað.