02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í D-deild Alþingistíðinda. (2343)

202. mál, viðskiptamál og verzlunar- og siglingasamninga milli Íslands og Noregs

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég ætla ekki að taka upp neinar deilur um þetta mál, sem afgr. var frá þinginu í vetur. En þó það væri samþ., þá mátti segja, að um hreina nauðungarsamninga væri að ræða, enda komu fram megn andmæli gegn þeim. Og margir þeir þm., er greiddu þeim atkv., lýstu sig mótfallna þeim, þó þeir af einni og annari ástæðu greiddu atkv. með þeim í þetta sinn. Ein ástæða var endurgreiðsla á tolli á kjöti því, er flutt var til Noregs síðastl. haust, sem annars hefði ekki fengizt. Nú er ekki slíku til að dreifa, og geta því þeir, sem þá greiddu atkv. með, en voru þó andvígir samningunum, verið með í því að samþ. þetta. Ríkisstj. á að geta verið búin að undirbúa kjötsölu fyrir bændur, sem a. m. k. verður ekki meira á kostnað sjávarútvegsins en þessir norsku samningar. Við alþfl.mennirnir höfum því ákveðið að flytja þessa till. um að ríkisstj. segi samningunum við Norðmenn upp.