02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í D-deild Alþingistíðinda. (2346)

202. mál, viðskiptamál og verzlunar- og siglingasamninga milli Íslands og Noregs

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég lít svo á, að stj. hafi rétt til að segja þessum samningi upp án sérstaks samþykkis Alþ. — Hér er heldur ekki um að ræða nema þáltill. sem gefur hvorki lagaheimild né er á annan hátt bindandi fyrir stjórnina. Það er viðurkenndur réttur stjórnar, að geta gert og sagt upp slíkum samningum sem þessum. Að þessi samningur var lagður fyrir þingið, var til þess gert að fá öruggan þingvilja fyrir honum, en ekki af því, að skylda bæri til þess. Ég tel, að ef stj. álítur þennan samning óheppilegan, þá hafi hún fullt leyfi til að segja honum upp án þess að leita samþykkis þingsins.